Sauðfé ekki slátrað á Blönduósi haustið 2025

Tekin hefur verið ákvörðun um að slátra ekki sauðfé í sláturhúsi Kjarnafæðis Norðlenska á Blönduósi haustið 2025.  

Ákvörðunin tengist nauðsynlegri hagræðingu í rekstri Kjarnafæðis Norðlenska.  Rekstur félagsins var þungur árið 2024 m.a. vegna mikilla kostnaðarhækkana og rík þörf á hagræðingu ef hægt á að vera að halda áfram á þeirri vegferð að bjóða neytendum vörur á samkeppnishæfu verði á sama tíma og verð til bænda þróist með ásættanlegum hætti.

Áætlað er að færa þá starfsemi sem hefur verið utan sláturtíðar í starfsstöðinni á Blönduósi til annarra starfsstöðva fyrirtækisins í áföngum.